This text was part of an address delivered at the Creative Writing Program of the University of Philadelphia, September 2005.
Fiction and the Dream John Banville
A man wakes in the morning, feeling light-headed, even somewhat dazed. Standing in the curtained gloom in his pyjamas, blinking, he feels that somehow he is not his real, vital, fully conscious self. It is as if that other, alert version of him is still in bed, and that what has got up is a sort of shadow-self, tremulous, two-dimensional. What is the matter? Is he “coming down with something”? He does seem a little feverish. But no, he decides, what is afflicting him is no physical malady. There is, rather, something the matter with his mind. His brain feels heavy, and as if it were a size too large for his skull. Then, suddenly, in a rush, he remembers the dream.
It was one of those dreams that seem to take the entire night to be dreamt. All of him was involved in it, his unconscious, his subconscious, his memory, his imagination; even his physical self seemed thrown into the effort. The details of the dream flood back, uncanny, absurd, terrifying, and all freighted with a mysterious weight—such a weight, it seems, as is carried by only the most profound experiences of life, of waking life, that is. And indeed, all of his life, all of the essentials of his life, were somehow there, in the dream, folded tight, like the petals of a rosebud. Some great truth has been revealed to him, in a code he knows he will not be able to crack. But cracking the code is not important, is not necessary; in fact, as in a work of art, the code itself is the meaning.
He puts on his dressing gown and his slippers and goes downstairs. Everything around him looks strange. Has his wife’s eyes developed overnight that slight imbalance, the right one a fraction lower than the left, or is it something he has never noticed before? The cat in its corner watches him out of an eerie stillness. Sounds enter from the street, familiar and at the same time mysterious. The dream is infecting his waking world.
He begins to tell his wife about the dream, feeling a little bashful, for he knows how silly the dreamed events will sound. His wife listens, nodding distractedly. He tries to give his words something of the weight that there was in the dream. He is coming to the crux of the thing, the moment when his dreaming self woke in the midst of the dark wood, among the murmuring voices. Suddenly his wife opens her mouth wide—is she going to beg him to stop, is she going to cry out that she finds what he is telling her too terrifying?—is she going to scream? No: she yawns, mightily, with little inward gasps, the hinges of her jaws cracking, and finishes with a long, shivery sigh, and asks if he would like to finish what is left of the scrambled egg.
The dreamer droops, dejected. He has offered something precious and it has been spurned. How can she not feel the significance of the things he has been describing to her? How can she not see the bare trees and the darkened air, the memory of which is darkening the very air around them now—how can she not hear the murmurous voices, as he heard them? He trudges back upstairs to get himself ready for another, ordinary, day. The momentous revelations of the night begin to recede. It was just a dream, after all.
But what if, instead of accepting the simple fact that our most chaotic, our most exciting, our most significant dreams are nothing but boring to others, even our significant others—what if he said to his wife, All right, I’ll show you! I’ll sit down and write out the dream in such an intense and compelling formulation that when you read it you, too, will have the dream; you, too, will find yourself wandering in the wild wood at nightfall; you, too, will hear the dream voices telling you your own most secret secrets.
I can think of no better analogy than this for the process of writing a novel. The novelist’s aim is to make the reader have the dream—not just to read about it, but actually to experience it: to have the dream; to write the novel.
Now, these are dangerous assertions. In this post-religious age—and the fundamentalists, Christian, Muslim and other, only attest to the fact that ours is an age after religion—people are looking about in some desperation for a new priesthood. And there is something about the artist in general and the writer in particular which seems priest-like: the unceasing commitment to an etherial faith, the mixture of arrogance and humility, the daily devotions, the confessional readiness to attend the foibles and fears of the laity. The writer goes into a room, the inviolable domestic holy of holies—the study—and remains there alone for hour after hour in eerie silence. With what deities does he commune, in there, what rituals does he enact? Surely he knows something that others, the uninitiates, do not; surely he is privy to a wisdom far beyond theirs.
These are delusions, of course. The artist, the writer, knows no more about the great matters of life and the spirit than anyone else—indeed, he probably knows less. This is the paradox. As Henry James has it, we work in the dark, we do what we can, we give what we have, the rest is the madness of art. And Kafka, with a sad laugh, adds: The artist is the man who has nothing to say.
The writer is not a priest, not a shaman, not a holy dreamer. Yet his work is dragged up out of that darksome well where the essential self cowers, in fear of the light.
I have no grand psychological theory of creativity. I do not pretend to know how the mind, consciously or otherwise, processes the base metal of quotidian life into the gold of art. Even if I could find out, I would not want to. Certain things should not be investigated.
The dream world is a strange place. Everything there is at once real and unreal. The most trivial or ridiculous things can seem to carry a tremendous significance, a significance which—and here I agree with Freud—the waking mind would never dare to suggest or acknowledge. In dreams the mind speaks its truths through the medium of a fabulous nonsense. So, I think, does the novel.
The writing of fiction is far more than the telling of stories. It is an ancient, an elemental, urge which springs, like the dream, from a desperate imperative to encode and preserve things that are buried in us deep beyond words. This is its significance, its danger and its glory.
end
Sagnalistin og draumurinn
Maður einn vaknar að morgni dags, hann er ringlaður, jafnvel eilítið vankaður. Þar sem hann stendur á náttfötunum í rökkri gluggatjaldanna og drepur tittlinga, finnst honum sem hann sé þróttlítill og ekki fyllilega með sjálfum sér. Það er líkt og hin útgáfan af honum, sú árvökula, sé enn í rúminu en sú sem fór á fætur sé einskonar skuggasjálf, titrandi og tvívítt. Hvað amar að? Er hann að „fá eitthvað“? Hann virðist vera með hitaslæðing. Og þó, hann er þess fullviss að það sem á hann herjar sé ekki líkamleg vanheilsa. Það er fremur að eitthvað hafi gengið úr skorðum í huga hans. Heilinn er þyngslalegur og engu líkara en hann sé einu númeri of stór fyrir höfuðkúpuna. Þá man hann skyndilega drauminn, líkt og honum ljósti niður.
Þetta var einn þeirra drauma sem mann virðist dreyma liðlanga nóttina. Hann var allur flæktur í hann, óvitund hans, dulvitund, minningar, ímyndanir; meira að segja líkaminn virtist dragast inn í átökin. Einstök atriði í draumnum flæða aftur til hans, ókennileg, fáránleg, skelfileg, og öll hlaðin dularfullum þyngslum – þyngslum sem ætla má að búi einungis í hinni djúpstæðustu lífsreynslu, það er að segja í vökulífinu. Og allt líf hans, allir meginþættir þess, voru með einhverju móti þarna, í draumnum, þéttfelldir, eins og blöð í rósaknappi. Einhver mikill sannleikur hefur lokist upp fyrir honum, í táknrófi sem hann veit að hann muni ekki fá ráðið fram úr. En það er ekki áríðandi að ráða í táknrófið; ekki nauðsynlegt; raunar er það svo, rétt eins og í listaverki, að táknrófið sjálft er merkingin.
Hann bregður sér í náttsloppinn og inniskóna og fer niður. Umhverfis hann kemur allt undarlega fyrir sjónir. Það er smávægilegt misræmi milli augna eiginkonunnar, það hægra situr ögn lægra en það vinstra; er þetta eitthvað sem gerðist í nótt eða hefur hann ekki veitt þessu athygli fyrr? Kisa situr í horninu og mænir á hann úr uggvænlegri kyrrð sinni. Hljóð berast inn af götunni, kunnugleg en jafnframt dularfull. Draumurinn hefur smitast yfir í vökuheim hans.
Hann byrjar að segja konu sinni frá draumnum, fremur feimnislega, því hann veit hvað atvikin í draumnum munu láta kjánalega í eyrum. Konan hans hlustar og kinkar kolli annars hugar. Hann reynir að ljá orðum sínum eitthvað af þeim þunga sem bjó í draumnum. Hann er í þann mund að komast að kjarna málsins, andartakinu þegar hans dreymandi sjálf vaknaði mitt í skóginum dimma, innan um muldrið. Skyndilega galopnar konan hans munninn – ætlar hún að sárbæna hann um að hætta, ætlar hún að æpa að henni þyki það sem hann er að segja henni of skelfilegt? – ætlar hún að reka upp vein? Nei, hún geispar, ógurlega, með snörpum innsogum, það brakar í kjálkaliðum hennar – og klykkir út með löngu, titrandi andvarpi og spyr hvort hann vilji klára það sem eftir er af eggjahrærunni.
Dreymandinn lyppast niður, dapur í bragði. Hann hefur reitt fram gersemar og þær hafa verið forsmáðar. Hvernig má vera að hún skynji ekki þýðingu þess sem hann hefur verið að lýsa fyrir henni? Hvernig má vera að hún sjái ekki nakin trén og myrkvað loftið – minningin um það myrkvar sjálft andrúmsloftið sem leikur um þau nú – hvernig má vera að hún heyri ekki muldrandi raddirnar, líkt og hann? Hann þrammar aftur upp á loft til að búa sig undir enn einn venjulegan dag. Stórbrotnar opinberanir næturinnar taka að fjara út. Þetta var bara draumur eftir allt saman.
En ef hann, í stað þess að fallast á þá einföldu staðreynd að okkar tætingslegustu, áhrifaríkustu og þýðingarmestu draumar séu leiðindin ein í eyrum annarra, jafnvel lífsförunauta okkar – ef hann segði við konu sína: Gott og vel, ég skal sýna þér! Ég ætla að setjast niður og festa drauminn á blað með svo áköfum og knýjandi hætti að við lesturinn eignist þú hlutdeild í draumnum; einnig þú munt ranka við þér eigrandi í villtum skóginum er nóttin færist yfir, einnig þú munt heyra draumaraddirnar segja þér þín leyndustu leyndarmál. Ég finn enga betri líkingu en þessa um ferlið að skrifa skáldsögu. Markmið skáldsagnahöfundarins er að fá lesandann til að ganga á vit draumsins – ekki einungis lesa um hann, heldur kynnast honum í reynd: að dreyma drauminn; að skrifa skáldsöguna.
Þetta eru vissulega varasamar fullyrðingar. Á þessum eftirtíma trúarbragðanna – og bókstafstrúarfólkið, kristnir, múslimar og aðrir, gerir ekki annað en votta að á okkar tímum eru trúarbrögðin komin í þrot – þá skimar fólk í nokkurri örvæntingu eftir nýjum prestdómi. Og það er eitthvað við listamanninn almennt og rithöfundinn sérstaklega sem virðist af prestlegum toga: hið staðfasta fylgilag við ójarðbundna sannfæringu, viss blendingur af hroka og auðmýkt, hin daglega tilbeiðsla, fúsleiki til að setjast í skriftastól og hlýða á grillur og geig leikmanna. Rithöfundurinn stígur inn í herbergi, helgustu vé heimilisins – vinnustofuna – og dvelur þar einn klukkkustundum saman í uggvænlegri þögn. Við hvaða goðmögn á hann eintal þar inni, hvaða helgisiði fremur hann? Hann hlýtur að vita eitthvað sem aðrir, hin óinnvígðu, vita ekki; hann hlýtur að hafa sérstakan aðgang að visku langt umfram þau.
Þetta er vitaskuld blekking. Listamaðurinn, rithöfundurinn, veit ekki meira um hin miklu andans mál og lífsins en hver annar – reyndar er hann sennilega fávísari. Þar er þversögnin. Við störfum í myrkri, eins og Henry James orðar það, við gerum hvað við getum, gefum það sem við eigum, afgangurinn er brjálsemi listarinnar. Og Kafka bætir við, með döprum hlátri: Listamaðurinn er maðurinn sem hefur ekkert að segja.
Rithöfundurinn er ekki prestur, ekki seiðmaður, ekki heilagur dreymandi. En verk hans er samt dregið upp úr brunninum myrka þar sem hið innsta sjálf hniprar sig saman, af ótta við ljósið.
Ég bý ekki yfir neinni hátimbraðri sálfræðikenningu um sköpunargáfuna. Ég þykist ekki kunna skil á því hvernig hugurinn, meðvitað eða á annan hátt, vinnur gull listarinnar úr málmi hversdagslífsins. Jafnvel þótt ég gæti komist að því, myndi ég ekki vilja það. Sumt á ekki að grannskoða.
Draumheimurinn er undarlegur staður. Allt er þar í senn raunverulegt og óraunverulegt. Léttvægustu eða afkáralegustu fyrirbæri geta virst gríðarlega mikilvæg; geta búið yfir vægi sem – og hér er ég sammála Freud – hinn vakandi hugur myndi aldrei voga sér að fitja upp á eða gangast við. Í draumum tjáir hugurinn sannleika sinn með miðli ævintýralegrar vitleysu. Ég held að skáldsagan geri slíkt hið sama.
Skáldskapurinn takmarkast engan veginn við það að segja sögur. Hann er eldforn frumhvöt sem sprettur, líkt og draumurinn, af sárbrýnni þörf til að auðkenna og varðveita sitthvað sem er grafið djúpt í okkur, handan orða. Í þessu felst þýðing hans, háski og dýrð.